laugardagskvöld með hvítvín í hönd, vínber í skál, stelpurnar á skjánum og ritgerðina í kjöltunni.
Stuð að eilífu.
jóna mín er komin heim frá bna, ofsalega gott að fá konuna heim. svo skrýtið með vinskapinn okkar að hún sér alltaf í gegnum mig. alltaf. ég barasta get ekki logið að henni. ef mér líður eitthvað oggiponsi illa þá sér hún það líka og áður en ég veit af er ég farin að hágráta. alveg out of nowhere. ég held hún sé sú eina sem hafi þessi áhrif á mig, alveg merkilegt.
það er margt sem ég ekki skil og ég ætla segja þér frá einu slíku.
strákar hafa margir hverjir ekki séð nema einn eða tvo SATC þætti en vita samt allir af hr.big. það sem verra er þá dreymir þá alla um að vera hann. eins og hann sé gvuð. halló halló, hvernig væri að þessir sömu karlmenn sem dýrka mr.big horfi á þættina og þá sjá hvernig hann braut stúlkuna í þúsund brot. og samt vilja þeir vera hann. vilja allir brjóta stelpuna, get ekki sagt ég skilji það.
annað sem ég skil ekki og það er að stelpur vilja ekki góða stráka. ,, hann er bara of góður, alltaf tilstaðar, alltaf tillitsamur, gerir allt fyrir mig...og ég þoli hann ekki og hef engan áhuga á honum". könnumst við margar við þetta dæmi.
ég fattaði í dag að ég er,,góð stelpa".
jebb jebb.
ég fékk mini áfall þegar þetta rann upp fyrir mér en þar sem ég er
a) til staðar
b) góð
c) hjálpsöm
d) umhyggjusöm
þá er ég ,,vinurinn".
alveg glatað.
ég er viss um að það liggji listi með nafninu mínu efst sem er skipt upp í tvo dálka, hvor dálkurinn er lengri skal ég ekki segja en ég er viss um að atriðin vega ekki jafnt þungt. oft þarf bara fimm jákvæða til að vega upp einn neikvæðan.
ég: þú verður að sleppa
hann: _______________
ég: í alvörunni, slepptu
hann:_______________
ég: seríuslí, slepptu mér
hann:_______________
og svona var sagan af því. sagan af deitferlinum mínum.
ég hreinlega skil þetta ekki.
ég held að svari liggji í vörum annars karlmanns eða jafnvel í rekkjunni hans.
ef ég hössla annan strák þá eru öll vandamálin mín úr sögunni.
held það barasta. ohh ég er svo sniðug.
talandi um hössl, en við hæfi að mér séu að berast tölvupóstar frá manni sem ber konur og ég hef lent í öskrandi rifrildi við. hann greinilega fattar ekki hver ég er eða hann er bara búinn að klára allar aðrar stelpur á stór höfuðborgarsvæðinu og ákvað að reyna við þær sem hættu að heilsa honum því hann er fífl. svona er mitt rými merkilegur heimur.
ætti ég að kíkja á barinn?
held það barasta.
fæ mér eitt rautt og reyni að ákveða hvort ég sé kjóla-sigga eða gallabuxna-sigga eða jafnvel leðurpils-sigga...
siggadögg
-sem skilar BA á föstudaginn 21.september og ætlar þá að fagna-
laugardagur, september 15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
SATC stelpur vilja flestar ef ekki allar vera Carrie.Þær HAFA SÉÐ þættina og séð hvernig hún brýtur strákinn í þúsund brot. og samt vilja þær vera hún. vilja allar brjóta strákinn, get ekki sagt að ég skilji það.
JVG a.k.a MM
e.s Strákurinn = Aidan, en held samt að þið vissuð það.
Tóti minn þolir ekki mr Big. Ég sjálf hefði valið Aidan, en fannst að Carrie ætti að enda með Mr Big. Tóti sagðist aftur á móti hafa misst alla trú á kvk eftir endalokin :)
Skrifa ummæli